Heimspekin

Purity Herbs sérhæfir sig í að framleiða 100% náttúrulegar húðvörur sem henta öllum aldri og öllum húðgerðum. Við höfum stranga stefnu gegn dýraprófum.
Purity Herbs notar eingöngu náttúruleg hráefni í vörurnar. Við notum villtar íslenskar jurtir, íslenskt vatn og hreinar ilmkjarnaolíur. Við uppskerum jurtirnar í höndunum og meðhöndlum þær af fyllstu varkárni og virðingu þannig að gæska þeirra og styrkleikar haldist óbreytt í öllu ferlinu.
Við gerum kraftmikla jurtaseyði með jurtunum og hver vara okkar hefur einstakt þykkni sem hentar sínum tilgangi.
Við trúum því að það sem þú setur á húðina ætti að vera svo hreint og náttúrulegt að það sé óhætt að borða það – vörurnar okkar eru nákvæmlega það.
Allar vörurnar eru lausar við parabena, tilbúið ilmefni, PEG, þalöt, jarðolíur og kemísk efni.
Í dag eru neytendur að verða meðvitaðri um hvers konar vörur á að nota á húðina og við uppfyllum kröfur þeirra. Einnig hvetjum við neytendur til að skoða innihaldsmerkingar vel áður en þeir kaupa snyrtivörur og athuga hvort þær innihaldi eitthvað af ofangreindum hráefnum.